Syngdu Syngdu

Fyrir einhverjum misserum gekk auglýsingaherferð um netið einsog eldur í hnakkabar. Herferð þessi var frá Virgin Digital og fjallaði hún um tónlist. Ég er viss um að allir sem eiga tölvu og/eða myspace muna eftir stórri mynd þar sem maður átti að sjá ákveðið mörg hljómsveitarnöfn falin í myndinni. Ég man að við Svenni fundum öll. GO BREIÐHOLT!

Hverju sem líður, herferðinni fylgdi líka sjónvarpsauglýsing sem er þrungin af lagatitlum. Skoðið hana hér og farið að giska.

En ég átti alltaf erfitt með að einbeita mér að þessari auglýsingu því mér fannst lagið undir svo meiriháttar. Ég hef síðan þá leitað að því og um daginn tókst mér loksins að eignast það í fullri lengd. Lagið heitir "Sing Sing" og er með Serenu Ryder.

Serena þessi flytur nútíma heimstónlistar-jazz/blús, sem er viðurstyggileg tónlistartegund að mínu mati. Einhverjar gellur (oftast soldið chöbbí) að þykjast vera Ella Fitzgerald og gefa út kokteilboða-sándtrökk fyrir lúða.

En þetta eina lag með henni er stón-kóld geggjun finnst mér. Stappandi gamaldags.
Serena Ryder - 'Sing Sing' mp3


PS
Í gær heyrði ég "Icky Thump", sem er nýjasti singúllinn með White Stripes. Ég varð fyrir verulegum vonbrigðum og hugsaði rósrautt til "White Blood Cells" áranna þegar ég elskaði þau. En í dag var gítarlínan enn föst í höfði mér. Lagið hlaut að vera að gera eitthvað rétt, fannst mér, fyrst ég var með það á heilanum. Ég er búinn að hlusta nokkrum sinnum á "Icky Thump" í dag og er farinn að taka það í sátt. Það er alls ekki eins gott og t.d. "Dead Leaves and the Dirty Ground" eða "The Hardest Button to Button", en það er nútímalegt (á þeirra mælikvarða) og grípandi.

Hér er linkur á útvarps-ripp af "Icky Thump" og artworkið á smáskífunni.
Hvað finnst ykkur?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ágætis laf/lag. Svipað þungt bít hefur nú verið í gangi hjá þeim áður, en aldrei svona þungarokkslegur gítar og sintaorgelrugl. Þau virðast ennþá í lagi. Örlí 80s-legt slíf, ekki spes.
Elizabeth sagði…
hey! is there any chance you could re-upload purple crush, "running up that hill"? OMG AMAZIN. xo eliz.

Vinsælar færslur