Inbox shenanigans

Ísland er víst í öðru sæti yfir þjóðir sem eru með mest af stolnu efni inná tölvunum sínum. Aðeins Aserbaídsjan er með meira af þýfi á harða diskinum sínum. Kom þetta fram í tímaritinu The Economist. Það er mikill heiður fyrir landið okkar að vera skipaður sess við hlið þekktra þjóða einsog Aserbaídsjan og Bandaríkjanna, sem eru neðar á listanum. Þykir það einnig mjög góð landkynning að okkar litla Ísland sé nefnt sérstaklega í eins virtu blaði og The Economist.

En hér er efni sem ég get með góðri samvisku sagt að sé ekki illa fengið. Þetta eru tvö af bestu lögunum sem okkur hafa verið send í tölvupósti af hungruðum hljómsveitum og kynningarfyrirtækjum sem vilja endalausa ölmusu. Það er ótrúlegt hvað þessir tónlistarmenn eru alltaf háðir viðurkenningu annarra.


Jeremy eru frá Noregi en eru ekkert að láta það aftra sér. Hér er hresst lag þar sem þau biðja Georg Búsh að njóta frekar ásta en að baða sig upp úr blóði.
Jeremy - 'Make Love Not War' mp3

Bowerbirds eru líka hress. Þau eru mikil náttúrubörn og vilja eflaust líka frið í heiminum. Þetta minnir mig soldið á Beirut.
Bowerbirds - 'In Our Talons' mp3

Ummæli

Laufey sagði…
vá hvað ég fíla Bowerbirds, i dont like it, i looooove it tssssaaahhh!

Vinsælar færslur