Mikið Inn, Alltaf.

Það fer að koma að árslokum og þá er alltaf svo gaman að huga að listunum, sem ég er þegar farinn að flokka í huganum. Margt geggjað stendur uppúr einsog plöturnar með !!!, LCD Soundsystem, The Bees, Felice Brothers, Chromeo, Studio, Feist, Simian Mobile Disco, Digitalism og eitthvað biblíuþemað franskt tvíeyki sem ég man ekki hvað heitir.

En ég veit að þessi gella hér mun svo sannarlega enda ofarlega á listanum:


M.I.A. (borið fram 'Mæja') sló rosalega í gegn í sumar með Kala. Bókað mál ein af mínum uppáhalds plötum í langan tíma. Hér er nýtt lag sem rataði reyndar ekki á plötuna. Eflaust B-hlið eða eitthvað.

M.I.A. - 'Big Branch' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur