Mánudagur til mæðu

Hér eru tvö lög sérsniðin að erfiðum mánudögum. Annað er með John Legend, besta vini Kanye West, og hitt er með Sean Lennon, sem heimsækir Ísland ótt og títt með frægri mömmu sinni.

Lag Legends er það eina sem ég hef heyrt með honum, rödd hans minnir soldið á arr-enn-bí legan Jeff Buckley. Ef Buckley hefði átt aðeins meira af kóki og verið pródúseraður af The Roots þá hefði hann verið soldið svona. Veit ekki hvort að það væri góður hlutur, en lagið er fínt.

Sean Lennon á frægann pabba, og því minna sem hann er borinn saman við hann því betra. Julian bróðir hans gerði nokkur fín lög á níunda áratugnum, en gafst upp á tónlistarferlinum út af því að hann þoldi ekki neikvæðann samanburðinn við pabba.
Sean kemur úr tónlistarsenu kaliforníu tíunda áratugarins. Hann er samtímamaður Beastie Boys og Beck, og mikið af dótinu sem hann gerir minnir mikið á rólegari plötur Beck, t.d. Sea Change.

John Legend - 'Show Me' mp3

Sean Lennon - 'Parachute' mp3

- - -
Smá viðbót: Fór að grenslast aðeins fyrir á meðan að ég var að skrifa þessa færslu, og kemur í ljós að Julian Lennon er víst eitthvað farinn að vinna í tónlist, það má heyra nýja dótið hans á myspaceinu hans. Nýja dótið hans er fínt, en hann er líka búinn að gera '07 heimstónlistar rímix af síðasta smelli sínum, Saltwater, og eftir að hafa hlustað á það, er mér farið að gruna að það hafi ekki verið neitt svo galið múv hjá honum að hætta í músík...

Ummæli

Halli sagði…
Ég veit það auðvitað ekkert, en ég held að John Legend sé gríðarlega langt frá því að vera kók-gaur. Hann er silkimjúkur, heillar mömmur og mótorhjólakappa, og voðalega næs. Og semur sjálfur, og spilar á píanó og er voða klár. (er btw ekki búinn að hlusta á lagið sem þú linkar, kannski heyrist nef-sniff og fullt þannig).

Annars elskaði ég alltaf "To Late for Goodbyes" með Julian Lennon. Fannst það langbest.

Finnst líka ótrúlegt hvað þeir feðgar eru allir með líka rödd, dóntsjú þínk?

Vinsælar færslur