Tónlist framtíðarinnar

Þegar ég var á fyrsta og öðru ári í Listaháskólanum, 2002-4, voru listaháskólapartíin eini staðurinn þar sem þú gast heyrt elektró músík. Þá var þetta sánd að byrja að detta inn, sem svo átti eftir að tröllríða öllu, og er núna búin að taka við af hiphopi sem vinsælasta tónlistarstefnan meðal ungs fólks í evrópu. Listaháskólakrakkar hafa nefnilega yfirleitt verið naskir við að þefa uppi það nýjasta og heitasta, dótið sem pöpullinn á eftir að hlusta á eftir tvö-þrjú ár.

Ég var að byrja aftur í listaháskólanum fyrir stuttu, er að detta inn á 3. ár. Núna eru allir hérna að tryllast yfir Jumpstyle tónlistarstefnunni og meðfylgjandi dansstíl. Þetta er víst búið að vera að gerjast í Hollandi í nokkur ár, og þetta mun brátt taka yfir heiminn.

Þú last þetta fyrst á B-town.

Ummæli

Bobby Breidholt sagði…
Hey var ekki eitthvað lið í NBA sem var þekkt fyrir að dansa e-n veginn svona? Ég sá þá í "NBA Action" á Stöð 2. Þeir dönsuðu og spörkuðu í lappirnar á hvorum öðrum í upphitunargölllunum og það leit út fyrir að það væru margir æfingaklukkutímar að baki.

Voru þeir hinir sönnu frumkvöðlar?
Jonina de la Rosa sagði…
haha þetta minnir mig á það þegar ég var lítil stelpa og maður sat á móti vinkonu sinni og klappaði ákveðin takt og læti... þúst það sem allar stlepur gera... klappi klapp... þetta er bara svona hoppi hopp...
Nafnlaus sagði…
Þetta er alveg C Walk á sterum og læti:

http://youtube.com/watch?v=F2TSy0Z5qTE
Nafnlaus sagði…
Haha, get ímyndað mér glottið á þér þegar þú skrifaðir þessa færslu.

Var ekki skræpóttur líka fundinn upp í einhverjum litasullitíma? Og, auðvitað, reglustikan.
Nafnlaus sagði…
Og hey, þetta er auðvitað bara afbökun á On Skool Jumping! (c) Siggi Eggertsson
Nafnlaus sagði…
Töff! Eftir að hafa horft á 10 mínútur af youtubemynböndum er ég farinn að halda að þetta sé geðveikt kúl og það svalasta í dag. Æði!

Vinsælar færslur