Bjartari framtíð

Við Breiðhyltingar höfum tekið ritstjórnarlega ákvörðun um að keyra soldið á bjartsýninni hérna, Bobby reið á vaðið með tvær færslur í trylltri gleði og bjartsýni, en ég ætla að byrja á að taka pínulítið öðruvísi pól í hæðina.

Bobby er sólskinsbangsi og bjartsýnisbarn og það þarf lítið til að láta hann brosa út að eyrum. Ég er meira gefinn fyrir áhyggjur, kvíða og þunga brún, og því þarf ég yfirleitt að byrja á einhverju upplyftandi áður en ég tapa mér í gleðinni.

Ég hef ákveðið að blása til sóknar í átt að bjartari framtíð með mest upplyftandi lagi sem ég man eftir. Ég skelli þessu alltaf á fóninn þegar ég er að koma mér í átt að betri fíling.

The Staple Singers - Come Go With Me mp3

Ummæli

Vinsælar færslur