Speisað




Þegar ég var yngri las ég eitthvað af vísindaskáldskap. Ég slysaðist til að lesa Hitchhikers Guide to the Galaxy eftir Douglas Adams, og fór í kjölfarið af því að lesa aðra höfunda á þessu sviði, eins og Ray Bradbury, Isaac Asmiov, Kurt Vonnegut og nokkra minni spámenn.

Eitt "premise" sem kom nokkrum sinnum fyrir í skáldskap þessum var að aðalsöguhetjan fór í gegnum einhver heims-umskipti, þar sem að grundvallarlögmál heimsins virtust breytast örlítið, eða mjög mikið, og hann fann sig staddann í heimi, þó mjög líkum heiminum sem hann hafði verið vanur, en þar sem fólk, hlutir og / eða grundvallarlögmál vísindanna funkeruðu allt öðruvísi.

Mér líður pínu eins og að þetta hafi verið að gerast. Það er eins og að hlutir, sem maður hélt að væru algjör fasti í tilverunni, hlutir sem maður pældi aldrei í út af því að þeir voru svo sjálfgefnir, eru farnir að hegða sér á máta sem manni hafði aldrei órað fyrir.

Ég er að sjálfsögðu að tala um Axl Rose.

Í öll þessi ár höfum við treyst á það að það komi dagur eftir þennann, að þyngdaraflið virki svona sirka, og að Axl Rose fresti útgáfu plötunar Chinese Democracy til næsta árs. Unnendur rokktónlistar sem eru enn á unglingsaldri hafa ekki lifað öðruvísi tíð en þá að næsta breiðskífa Guns n' Roses sé á leiðinni - en ekki alveg strax.

Og nú er skrækróma skrípið búið að kippa í burtu þessa undirstöðu tilverunar. Platan Chinese Democracy er sumsé farin í framleiðslu, og dettur í búðir 23. nóvember.

Fyrsta lagið fór í útvarpsspilun í dag, og er það titillag plötunar.

Þið getið lesið nánar um plötuna hjá RollingStone.com.

Ummæli

Bobby Breidholt sagði…
Núna er kominn ákveðinn og endanlegur punktur aftan við æsku mína. Er ég verri fyrir vikið. Veit eiginlega ekki hvað ég á að gera. *ráf*

Svo er lagið lélegt líka. Búhú.
Nafnlaus sagði…
Þú getur allavega huggað þig við það að það er ekki von á næstu plötu nirvana næsta vor

Vinsælar færslur