Humar



Hann Pilooski kallinn gerði allt galið með Frankie Valli slagaranum sínum í fyrra og nú er haldið ótrautt áfram í fúnkí grafráni (er Frankie Valli dáinn?).

Nú er það Kóngurinn sem er tekinn fyrir og útkoman er soldið öðruvísi sánd, en samt álíka töff.

Elvis Presley - 'Crawfish' (Pilooski edit) mp3

PS-
er ENDALAUST hægt að grafa upp gleymd lög með honum og remixa?

Ummæli

Unknown sagði…
Blzr Breiðholt,

gott tónlistarblogg hjá ykkur félögum,

ég tékka á ykkur reglulega, og tenglarnir ykkar eru líka mjög tuff.
takk fyrir allt það liðna, en að framtíðinni:
Hvar fær maður þetta frankie Valli
edit ?
Ég held að frankie Valli sé ennþá á á lífi, eða var það Avalon?
Einhver af þessum feitibollum voru í smáhlutveki í Sopranos...
Svo höfum við alltaf Tony Bennet!
Kv.
Árni S.
Bobby Breidholt sagði…
Hæ og takk.

Ég tel að Hype Machnie sé besta leiðin til að finna tónlist af músíkbloggum.
Nafnlaus sagði…
Sæll og takk fyrir að vera ekki orðinn geðveikur í kreppu. Frankie Valli er ekki dauður enda bara fæddur 1934. Hann á mörg frábær lög, t.d. Can't Take My Eyes Off Of You og December, 1963 (Oh, What a Night). Þess má geta að hann og 4 seasons gerðu "metnaðarfulla" tilraunaplötu, THE GENUINE IMITATION LIFE GAZETTE, árið 1968. Dáldið eins og Smile + einhver söngleikjamússik. Nokkuð kúl. Tékk it át.
bkv; Dr. Gunni

Vinsælar færslur