Látið Stevie vera!Idol, Xfactor og allt það ógeð hefur gert tónlist svo óskaplega mikinn skaða að við verðum margar kynslóðir að jafna okkur. Að heyra hallærislegar og korný karaoke útgáfur af annars afbragðs lögum hefur eyðilagt þau. Stevie Wonder er steindauður fyrir mér. Ég get ekki heyrt röddina hans án þess að kuðlast saman í aulahroll og hugsa um öll gerpin sem hafa slátrað lögunum hans í einhverri Kringluútgáfu.

En það eru undantekningar. Eini smellur hjónadúettsins Delaney & Bonnie er bara alltof gott lag til að lenda í skugganum af hallæriscoverum. Enginn Ruben Studdard fær þessari perlu grandað.

Delaney & Bonnie - 'Groupie (Superstar)' mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
þessi linkur bara virkar ekki
Nafnlaus sagði…
Hefuru heyrt í dönsku bandi sem kallar sig The Blue Van?
www.myspace.com/thebluevan
Laufey sagði…
ég hélt að the carpenters hafi samið þetta lag,er þetta semsagt the original? veistu?
Laufey sagði…
geggjað anyway elska þetta lag,tek þetta næst á kareokee,þetta er á listanum you know
Bobby Breidholt sagði…
Þetter orginallinn. Samið af þeim hjónum ásamt Leon Russell. Eric Clapton er þarna einhversstaðar að spila með, í dóp-móki.

Vinsælar færslur