BransapartýkvöldChromatics er geggjuð hljómsveit sem spilar dramatískt geimrokk.

Lagið þeirra 'In the City' er með betri lögum sem eru í mikill spilun hjá mér þessa dagana. Myndbandið er líka flott, skoða það hér.
Chromatics - 'In the City' mp3

Hér taka þau svo valinkunna ábreiðu. Suede, döðlur mínar og hnerrar:
Chromatics - 'Animal Nitrate' (Suede cover) mp3

Og fyrst við erum í cover-gírnum er ekki úr vegi að hleypa Klaxons að með sína útgáfu af nýjasta smellinum hans Justin Trousersnake. Ekki þurr snípur í húsinu.
Klaxons - 'My Love' (Justin Timberlake cover, live) mp3

Að lokum vil ég óska góðvini Skrúðgöngunnar, Lay Low, góðs gengis á Íslensku Tónlistarverðlaununum í kvöld.

Ummæli

Vinsælar færslur