Fæ ekki nóg af Lily Allen. Ónei, það geri ég ei.Venjulega eru ný remix af lögum sem hafa birst hér áður engin ástæða til að endurpósta, en stundum koma remix sem gefa okkur í raun heilt nýtt lag. Mark Ronson er einhver sveittur LA plötusnúður sem DJaði í brúðkaupinu þeirra Tom Cruise og Katie Holmes og er eflaust vanur að spila Pussycat Dolls meðan Nicole Ritchie dansar uppá borði. En hér hefur hann sýnt einsdæma smekklegheit og breytir Bylgjusmellinum 'Smile' með Lily minni í lekkert Motown vangalag. Bravó, brúðkaupsplötusnúður. Bravó.

Lily Allen - 'Smile' (Mark Ronson remix) mp3

Ummæli

Kjarri sagði…
Mikið afskaplega er þetta skemmtilegt. Það tóku sig upp gömul dansspor hjá mér hérna í stofunni. Gleymdi að draga gluggatjöldin fyrir. Nágrönnunum var skemmt.
Bobby sagði…
Fylgist með á youtube hehe.

Vinsælar færslur