Og réttlæti fyrir alla

Paríska tekknótvíeykið Justice Byrja nýtt ár með tilkynningu um enn aðra EP plötuna. Maður er farinn að iða all mikið í skinninu eftir fyrstu breiðskífunni. Anníveis, hér er nýtt stöff:
Justice - 'Phantom' mp3
Justice - 'Phantom' (Faex Re-Edit) mp3

Yfir í annað. Mér þótti það soldill bömmer að heyra að Sneaky Pete Kleinow væri látinn. Hann var afar fær kántrý pedal-steel gítaristi sem spilaði með Gram Parsons og có í Flying Burrito Bros og fleiri böndum. Auk þess var hann kvikmyndabrellugæji og vann í Star Wars- og Terminator myndunum. Hér er hann með 'Burritos að spila Rolling Stóns cover...
Flying Burrito Bros. - 'Wild Horses' mp3

OG að lokum. Það er alltaf gaman að finna sönnunargögn um það þegar skallapopparar reyndu fyrir sér í diskó eða eitís. Hér höfum við Joe Cocker í massa glimmerdiskósveiflu. Ekkert rosalega slæmt sko.
Joe Cocker - 'Fun Time' mp3

Ummæli

Ari sagði…
Justice á Airwaves!
Bobby sagði…
Amen. Og ef þeir verða ekki bókaðir, þá smygla ég þeim inn og hendi þeim á svið inn á milli Vínyl og Hairdoctor.
N1 MIKE sagði…
Thanks for 'Wild Horses' - even better than The Stones' version.

Sorry I can't reply in Icelandic. Visited your country ten years ago last June - very enjoyable. Especially the unrelenting rain!

Mike, Islington, London, UK.

Vinsælar færslur