Nýtt blóð (rennur um göturnar)

Óöldin er orðin slík í Breiðholtinu að allir dólgarnir í gengi Bobby og Sveinbjörns eru dauðir, á heljarþröm vegna bensínsniffs eða komnir upp á Litlahraun. Þeir sáu sig því tilneydda að leita utan hverfisins að nýjum meðlimum.

Laufey Hilmarsdóttir er Laugardalsmær. Þrátt fyrir að hún hafi alist upp í hverfi rósrauðra vanga og gönguferða niður í Húsdýragarð er hún með biksvart hjarta atvinnuglæponans. Eftir erfiða æsku þar sem vasahnupl, strætómiðafals og ljúgvitni um náungann voru daglegt brauð gerðist Laufey veðmangari auk þess að ræna gæludýrum og krefjast svo lausnargjalds. Þetta rólega hverfi vissi ekki hvernig átti að taka á þessari ungu stúlku sem skar iðullega á böndin á milli brauta í Laugardalslauginni. Að lokum sendu foreldrar Laufeyjar hana í betrunarbúðir kristinna barna á Súgandafirði.

Þar uppgvötaði Laufey tónlistina og töldu margir að þar væri kominn bjargvættur hennar frá glapstigum. Þvert á móti. Þegar hún kom heim á ný rændi hún plötusöfnum og kúgaði nöfnin á nýjustu og bestu hljómsveitunum upp úr vegfarendum. Með krepptum upphandlegg og illu augarráði varð Laufey fljótt poppfróð með afbrigðum og með jafningjalausan smekk á tónlist. B-Town Hit Parade býður Laufey ("Lubbu Laugardal") velkomna í hópinn.
_ _ _

Æi fokkið ykkur strákar ég ætla að taka yfir þetta drullublogg og engin mun muna að þið hafið fæðst, eins gott að þið eigið góða að í Breiðholtinu því þið eruð á leiðinni þangað. Fyrsta lagið sem ég ætla að deila með ykkur er svo þokkalegt laugardagsnæturlag að mig langar að grenja það er svo skemmtilegt og fjörugt og tilvalið að hlusta á hæsta volume og öskra með "myyyy baby loves me,gonna spread the disease!!" og dilla sér.Veit annars ekkert um þetta band en gott lag engu að síður.

Black Fiction - 'I Spread the Disease' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur