Sálarblúsindierokk

Ég rakst á band í dag sem verður örugglega ótrúlega stórt bráðum, Delta spirit heita þessir californiu strákar og eru nýbunir að gefa út ep sem heitir “i think i’ve found it” hjá monarchy music og spila svona blús/rokk. Munnharpa,Singalong,hristur,gospel,handclapping og hvað eina. Lagið sem ég er að missa mig yfir heitir “Turn around people” og gæti verið lag á harvest plötunni með Neil young, hérna getiði hlustað á það http://www.myspace.com/deltaspirit yndislegt yndislegt ohhh mig langar að faðma alla!
Fáum þá á airwaves.

Delta Spirit - 'Streetwalker' mp3

Talandi um Sálarfulltblúsindierokk, annað band sem voru hjá monarchy heitir Cold War Kids og átti einmitt að spila á síðustu airwaves hátíðinni en eitthvað klikkaðist það,nokkrum dögum áður en hátíðin byrjaði og var lubban ansi svekkt yfir því,djöfull langaði mig að sjá þá. Annað hvort elskaru þessa rödd eða færð pirringshroll frá helvíti. Ég elskana.

Cold war kids - 'Hospital beds' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur