Dillið ykkur með Bombadil

Við kynnum til sögunnar Bombadil frá Norður Karólínu.Bombadil minna mig á The Band, The Avett Brothers og The Zutons. Mjög skemmtileg og hress skógarmannamúsík með mosabragði. Maður sér fyrir sér einhverja náttúruþursa með mandólín og tambúrínur en eins og sjá má á myndinni eru þær býsna mannlegir og fínir í tauinu. Kveikið í náttúrubarninu, borðið smá mold og diggið þessa tóna.

Bombadil - 'Trip Out West' mp3
Bombadil - 'Cavaliers Har Hur' mp3
Bombadil - 'Get To Getting On' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur