Ótrúlega falleg tónlist frá svöngum




Ég var að sýna á útskriftarsýningu Listaháskólans áðan. Gleðin var ótrúleg, og það að ná að ljúka stærsta og persónulegasta verkefni sem ég hef gert var ótrúlega gott. Eftir skjall-flóðbylgju kíkti ég með félögunum úr gamla bekknum mínum í LHÍ út að borða, og að fagna útskriftarverkinu. Endurfundirnir voru góðir, við furðuðumst öll á því að við hittumst ekki oftar, og svo var ég dauðþreyttur og ákvað að kíkja aðeins heim og hvíla mig uppí sófa.

Og þá kom spennufallið.

Ég lá uppí sófanum í massífu hell-i þangað til að Dagný dróg mig á lappir ákvað að viðra mig smá. Þegar ég kom aftur hingað áðan var ég ótrúlega búinn á því, en samt svo víraður eftir daginn, að ég get ekki sofnað.

Hvað hefur þetta með niðurhali á móðins tónlist spyrð þú þig væntanlega núna. Þú, lesandi góður, ert væntanlega réttilega hneykslaður á þvílíku eindæmis tilfinningabloggi á breiðholtinu. Og réttilega svo. En ég er að koma að pointinu.

Ég settist niður við tölvuna, og fór að hlusta á lagið Cosmonauts með Hungry and the Burger. H&tB er nýtt verkefni hins mjög-svo-duglega Árna Plúseins. Á meðan að útgáfumál hafa verið að klárast á FM Belfast hefur hann verið að dunda sér að gera rólegri og hugljúfari músík en hann hefur verið þekktur fyrir áður, en samt með þessum melódíska sans sem hefur einkennt fyrri verk hans. Í helluðu spennufalli er fátt betra en að hlusta á tónlist eins og þetta. Þetta er svona tónlist, sem eftir nokkrar hlustanir skilur þig eftir með hina óræðu tilfinningu að það verði allt allt í lagi, einhvernveginn.

Ég læt fljóta með tóndæmi, en ég mæli með því að þið skellið ykkur á myspace'ið hjá H&tB og sækið öll lögin, og skellið í playlista í iTunes sem heitir "allt-verður-í-lagi". Það þurfa allir á þessum playlista að halda annað slagið.


Hungry and the Burger - Cosmonauts mp3

» Þið getið sótt fleiri lög á myspace.com/hungryandtheburger

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Til að forðast misskilning vil vil ég taka það fram að ég kem almennt ekki fram við Sveinbjörn eins og gæludýr.
krilli sagði…
Dagný: http://www.arcatapet.com/fullsize/4553.jpg ?

Vinsælar færslur