S.P.E.I.S.Ég eyði öllum dögum núna á KB að teikna letur fyrir útskriftarsýninguna, sem opnar á Kjarvalsstöðum næsta laugardag.

Hér vinnur einn barþjónn á dagvakt sem hefur þann sið að hlusta á The Eve of War með Jeff Wayne á hverjum degi. Þetta lag er af konsept plötu sem Jeff þessi gaf út 1978 ásamt meðlimum úr Thin Lizzy, Moody Blues, leikurum og fleirum. Ég hef ennþá ekki náð að hlusta á alla plötuna, en þetta lag er alveg magnað.

» Jeff Wayne - Eve of War

Ummæli

Vinsælar færslur