Hin Þriðja



Portishead voru aldrei í miklu upáhaldi hjá mér þegar triphop geysaði um heiminn. Þau voru alltof mikið lounge-jazz eitthvað. Bakgrunnstónlist þegar sýnt var frá tískusýningu í lok kvöldfrétta. Ég var frekar fyrir Massive Attack og Earthling (en það segir auðvitað voða lítið, enda var þetta allt sama pakkið). Blessunarlega sukku svo triphop, jungle og Buffaloskór með seglskipinu '1993' og lífið hélt sinn gang.

En nú virðast íkon grunnskólaáranna vera að snúa aftur. Tracey Thorn gaf nýlega út frábæra plötu og nú eru Portishead komin með nýtt efni einsog ekkert hafi í skorist.

Nei nú lýg ég, það hefur fullt í skorist. Þau eru með nýtt og betra sánd og í þetta sinn er ég tilbúinn að kaupa plötu með þeim. Hún heitir 'Third' og er á leiðinni í búðir. Nútímaleg nostalgía.

Hljóðdæmi...

Rólegheit sem minna á það sem Goldfrapp eru að gera þessa dagana. Leiðir út í taktfastari pælingar.
Portishead - 'The Rip' mp3

Proggað og industrial. Minnir mig svolítið á Silver Apples eða Throbbing Gristle.
Portishead - 'We Carry On' mp3

Og demanturinn í hringnum. Alveg ofboðslega flott og í raun varla hægt að lýsa því. Sveinbjörn spilaði þetta í Fönkþættinum um daginn og ég ætlaði um koll að keyra. Bara wá.
Portishead - 'Machine Gun' mp3

Kaupa

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já, takk fyrir lögin, ætlað hlusta vel. Var heldur aldrei Portishead fan, það voru alltaf "hinir" sem fíluðu Portishead, á meðan ég fílaði "skopp".

Samt held ég að life support systemið hafi haldið lífi í triphoppi, Jungle OG Buffalóskóm (mislengi, auðvitað) í mörg, mörg ár. 1996 var Dope on Plastic serían sjóðbullandi, þá var Big Beat að rípleisa Trip Hoppið. Jungle með raggasömplum er örugglega ennþá vinsælt í Bandaríkjunum, sérstaklega á bílasýningum. Og Buffalóskór eru hluti af skólabúningnum í Grunnskóla Selfoss.
Nafnlaus sagði…
Jungle rules. Til hamingju með að vera kominn á Eyjuna. Kv.
krilli sagði…
Minnir mig Frekar Mikið á Broadcast.

Vinsælar færslur