Sykurmenni
Sixto Rodriguez skreið úr egginu árið 1942 í Detroit, Michigan og hljóðritaði fáeinar plötur svona tveimur áratugum seinna. Ferillinn tók aldrei flug þrátt fyrir fyrirtaks lagsmíðar og hann hvarf í skugga fátæktar. Enn annað dæmi um að foreldrar okkar voru með bjánalegan smekk.
Einhverjum árum seinna fóru grúskarar fyrir neðan miðbaug að digga stöffið hans Sixto. Hann fór að verða költfyrirbæri í S-Afríku, Nýjasjálandi og Ástralíu og tók þá upp gítarinn að nýju. Frægðin hefur ekki ennþá svarað skilaboðunum, en Sixto leggur í ferðalög af og til þegar áhuginn kviknar hjá nýjum hópi sælkera.
Þrjú dæmi með kappanum. Eitt rólegt, eitt soldið harðara og svo hans allra besta lag og einkennissöngur, 'Sugar Man'.
Sixto Rodriguez - 'Silver Words' mp3
Sixto Rodriguez - 'Only Good For Conversation' mp3
Sixto Rodriguez - 'Sugar Man' mp3
Ummæli