Diskóstuð frá Munk
Nýtt efni frá vinum okkar hjá Gomma:
Við Breiðhyltingar höfum lengi verið hrifin af Munk. Skemmst er að minnast snilldarlegs remix sem hann og James Murphy (LCD Soundsystem/DFA) gerðu af laginu Kick Out The Chairs sem við fjölluðum um hér og hér.

Munk er þessa dagana að gefa út nýja breiðskífu, Cloudbuster, og þetta lag, Catch Me If You Can, er smáskífa af plötunni. Honum til halds og trausts í laginu er Asia Argento, dóttir splatterleikstjórans Dario Argento. Google Image leit mín fyrir þessa grein leiddi svo í ljós að Asía er ekkert rosa hrifin af því að vera í fötum.Ég er mjög hrifinn af tvemur remixum af laginu, og birti þau hér:

» Munk - Live Fast! Die Old! (Headman Remix)
» Munk - Live Fast! Die Old! (The Juan MacLean Remix)

Ummæli

Vinsælar færslur