Lag. Gott.Stutt og laggott. Ég er svolítið upptekinn við vinnu þessa stundina, auk þess að vera í samúðarstressi með nemendum Listaháskólans sem eru með útskriftarsýninguna sína á laugardaginn. Þá er auðvitað lausnin að hlusta á sprengifima eitís-revival-mússík sem tosar mann áfram á naflahárunum.

Hér er foringinn sjálfur, Snoop Dogg að taka lag sem Morris Day & The Time gerðu vinsælt fyrir lifandi skelfings löngu síðan:

Snoop Dogg - 'Cool' mp3

Það er auðvitað ekki séns að ég sleppi ykkur án þess að setja inn orginalinn líka. Þetta dró Sveinbjörn uppúr kassettuhrúgunni sinni og gaf mér.

The Time - 'Cool' mp3

What Time Is it!!!

Ummæli

Vinsælar færslur