Fréttatilkynningin



Það kemur senn út heimildarmynd um frumkvöðulinn og snillinginn Arthur heitinn Russell. Hann var lítt þekktur í lifanda lífi en var geysiflinkur avant-garde listamaður, spilaði á selló og vann með köppum einsog David Byrne og fleiri nördum. Hann stóð sig þó best í diskótónlistinni að mínu mati, svona danstónlist hugsandi mannsins. Eyðnin bar hann ofurliði 1992 en hans fylgi hefur stóraukist undanfarin ár með endurútgáfum og þegar bönd nefna hann í sífellu sem áhrifavald - td. DFA hér að neðan.

Endilega reynið að kaupa/sjá/stela þessari mynd þegar hún kemur út, enda var Arthur kallinn eldhress og duglegur. Meira hér.

Arthur Russell - 'Get Around to It' mp3
Arthur Russell - 'Springfield' (DFA remix) mp3

Ummæli

krilli sagði…
Einn sá alheilagasti ...
Nafnlaus sagði…
hún var sýnd á RIFF... ég var að vinna á hátíðinni og náði því miður ekki að sjá svo margar myndir, en ætla tvímælalaust að tékka á henni. þakk ykkur öllum fyrir ofsa góðar færslur undanfarið til að lyfta manni á kreik:)
krilli sagði…
Vá hvað þetta er fallegt

Vinsælar færslur