Nýji djassinn


Eitt af því sem Japanir eru sterkastir í tónlist núna er þessi nýja bylgja af djass sem er sniðinn að dansgólfinu. Hljómsveitirnar Soil & "PIMP" Sessions og Sleep Walker eru búnar að vera að gera það gott nýverið en einnig er mikið af nýjum böndum að koma fram eins og Jabberloop, Indigo Jam Unit, Eno Hidefumi og fleiri.

Quasimode er einnig eitt af þessum böndum en þeir eru búnir að vera að sækja í sig veðrið með nokkrum fínum útgáfum síðastliðið ár eða svo. Þeir gáfu út flotta kover-plötu af Blue Note slögurum og einnig þriðju breiðskífu sína sem hefur selst vel hér í landi. Stuttu áður en nýja breiðskífa þeirra kom út rataði í búðir fyrsta 12" smáskífan sem að inniheldur þetta hörkufína lag sem að er ekki að finna á plötunni.

» Quasimode - "Catch The Fact"

Ummæli

Gummi Erlings sagði…
Kúl stöff. Ættir líka að tékka á þessu, eþíópískur djass er æði: http://www.youtube.com/watch?v=snHzqUP8Zeo (live útgáfa hér: http://www.youtube.com/watch?v=B54bWq-QqOw). Minnir að Jarmusch hafi notað eitthvað efni frá þessum gæja í Broken Flowers.
Árni sagði…
Mulatu Astatke er mjög góður, var búinn að tjekka á honum áður. Fyrir utan breiðskífuna hans er líka hörkuflott 10" sem kom út á Sound Way sem er þess virði að pikka upp. Var ekki búinn að sjá þetta læv myndband, takk fyrir að smella upp linknum.

Vinsælar færslur