Föstudagsboogie #3Í þetta skiptið er lag sem jaðrar við electro (eða freestyle) frá söngkonunni Pennye Ford. Hún vann fyrir sér sem bakraddasöngkona lengi vel en skrifaði svo undir samning við Total Experience (Gap Band, Yarbrough & Peoples) og gaf þar út eina breiðskífu þar sem þetta lag er að finna.

Inngangshluti lagsins eldist ekkert voðalega vel en allt annað við þetta lag, þá aðallega hljómarnir og bassalínan, er alveg skothelt. Brilljant boogie/electro/freestyle frá 1984.

» Pennye Ford - Dangerous

Ummæli

baldur sagði…
Ég var seldur á intróinu sem mér finnst gjebba illað

Vinsælar færslur