Slæd Slapp
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhuAAC7PWxPAeMN7cDP19Oq8czSR0Vl6z3LFvBpL3iK0Q0yF4g2rj93sm1Vn1wgS2dyjlmAlJTgoVoBeEKdkp7u5-IR3gTvfv8FFB3Gi3zescuzk8p6erlDpYOJSAn0QkjhdC2C/s400/3455483391_0482f2267e.jpg)
Jói B var að gauka að mér þessum gríðarlega eitís gullmola og það er skemmst frá því að segja að þetta lag er pastellitað. Þriðjudagurinn hefur breyst úr rökum og gráum sokk í ferskjubleika silkiskyrtu.
Gefum hollendingunum í Time Bandits hljóðið. Hér eru allar eitís klisjurnar. Hvað heitir annars þessi stíll af bassaleik? Svona slæd-slapp. Þetta hvarf alveg á gamlársdag 1989. Hvað segja bassafróðir?
» Time Bandits - 'Endless Road'
Ummæli