Föstudagsboogie #6


Eitt af því sem ég elska einna mest við boogie eru textarnir í lögunum. Meðan að við sitjum undir alls kyns póst-módernísku drasli í textagerð á 21. öldinni sungu þessar boogie sveitir um einfalda lífsvisku, ástina og allar hliðar þess að fara út að skemmta sér. Einfaldir og góðir eins og lagatextar eiga að vera.

Sveitin Dayton kom frá borginni Dayton í Ohio-fylki og gaf út fimm plötur á fimm ára ferli frá 1980 til 1985. Á þriðju plötu þeirra, Hot Fun, áttu þau sinn stærsta smell sem var kover af lagi Sly Stone "Hot Fun in the Summertime". Á sömu plötu er annars að finna marga gullmola, þar á meðal þetta tryllt fína lag um ástina.

» Dayton - "We Can't Miss"

Ummæli

Vinsælar færslur