Girnd, þrá, ósk.



Ég er búinn að slóra soldið með að skrifa um Desire, en það er bara vegna þess að ég var að ranka við mér úr sæludáinu sem ég datt í þegar ég heyrði þau fyrst. Eða kannski er þetta bara svínaflensa? Nei. Sæludá.

Desire er semsagt nýja bandið hans Johnny Jewel, sem er allt í öllu hjá Chromatics og Glass Candy. Þannig að ef þér líkar við þannig chillherbergis geimdiskó, þá muntu elska Desire.

Johnny sér semsagt um tónsmíðar og framleiðslu en hans nýja uppgvötun, Megan Louise frá Montreal sér um söng. Er til íslenska yfir orðið 'chanteuse'? Hún er soldið þannig. Í heildina litið er þetta smekkleg girndarmússík sem dugar jafnt í kelerí og sambandsslit.

» Desire - If I Can't Hold You

» Desire - Under Your Spell

Ummæli

Halli sagði…
Lokkadís?
Halli sagði…
Og þetta er fínt.
Bobby Breidholt sagði…
Alger diskódraumur.

Vinsælar færslur