Föstudagsboogie #4The Gap Band samanstóð af þremur bræðrum upprunalega frá Tulsa í Oklahoma. Sveitin var stofnuð á seinni hluta 7. áratugarins en þeir bræður slógu ekki almennilega í gegn fyrr en uppúr 1980. Fjórar af plötum þeirra náðu platínusölu (nefndar Gap Band II, III, IV og V) og fjórar smáskífur af þeim náðu toppsætinu á R&B listanum í Bandaríkjunum. Ein af þeim kom út 1984 og innihélt þetta lag hér, þrusugóður boogie slagari í hægari kantinum.

» The Gap Band - "Outstanding" (Long Version)

Ummæli

Vinsælar færslur