Klapp klapp klapp.OK ofboðslega kúl viðvörunarbjalla í gangi hérna. The Phenomenal Handclap Band eru að kýla allt sem er fönkí í magann og að taka niður nöfn eftirá. Alveg makalaust dillandi stuð, flutt af þessu kúl liði sem við sjáum fyrir okkur þegar við hugsum um LES og Brooklyn. Ég læt tvö lög fylgja. Hið fyrra er algjör bomba til að byrja kvöldið, með kúabjöllum og bongótrommum og fönk-trommum. Hitt er hippadiskó með heilögum anda stráð yfir. Þetta lið er meiriháttar.

» The Phenomenal Handclap Band - 15 to 20
» The Phenomenal Handclap Band - You'll Disappear

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hafa þau ekki gefið út plötu?
Bobby Breidholt sagði…
Júbb, samnefnd plata kom út í júní á þessu ári.
Nafnlaus sagði…
æði! takk bobby b

Vinsælar færslur