Þrumukusk

Lightning Dust er hliðarverkefni Amber Webber og Joshua Wells úr Black Mountain. Þetta er nokkuð ólíkt stóner rokkinu hjá Black Mountain. Skógarkennt norna-folk með titrandi röddu og píanóinu hennar ömmu. Allvega fín mánudagstónlist. Þetta er af nýrri plötu þeirra, 'Infinite Light'.
» Lightning Dust - Antonia Jane
Ummæli
Frekar flott stunt að pulla IMO.