ÞrumukuskLightning Dust er hliðarverkefni Amber Webber og Joshua Wells úr Black Mountain. Þetta er nokkuð ólíkt stóner rokkinu hjá Black Mountain. Skógarkennt norna-folk með titrandi röddu og píanóinu hennar ömmu. Allvega fín mánudagstónlist. Þetta er af nýrri plötu þeirra, 'Infinite Light'.

» Lightning Dust - Antonia Jane

Ummæli

krilli sagði…
Þetta, og Woods dótið sem þú póstaðir í júlí, ég er búinn að fatta hvað það er við þetta sem ruglar svo notalega í mér: Þetta er eins og sándtrakkið við einhverja rosalega fína ævintýrabók sem maður las þegar maður var lítill.

Frekar flott stunt að pulla IMO.

Vinsælar færslur