1979Það er ekki oft sem mashup ná til mín, enda alveg botnlaust ógrynni af rusli í þeirri tunnu. En þetta hér er hluti af froðunni sem glitrar efst. '1979' með Smashing Pumpkins og 'Your Song' með Elton John eru að passa alveg dæmalaust vel saman. Ef maður vissi ekki betur hefði maður haldið að Elton John hafi verið gæji í köflöttri skyrtu sem var uppá sitt besta árið 1994. Dæmið sjálf. Það er tonn af stöffi í viðbót á síðunni hans Mighty Mike.

» Mighty Mike - Your 1979 Song (Smashing Pumpkins vs Elton John)

Ummæli

Hafliði sagði…
Úff því miður verð ég að vera ósammála hérna.
Það glitrar ekkert á þessa froðu því miður, tveimur góðum lögum er nuddað saman og vonast til að afhvæmið verði eitthvað flott, en útkoman er jafn misheppnuð og afkvæmi Bruce og Demi :/
Halli sagði…
Ágætis lag.

Það batnar við endurtekna hlustun að heyra þessi lög saman.

Vinsælar færslur