Hud Mo á laugardagÞað er ekki á hverjum degi sem að jafn magnaðir tónlistarmenn og Hudson Mohawke heimsækja klakann. Breakbeat.is gæjarnir standa fyrir þessu þrusukvöldi á næstkomandi laugardag, 26. september, og hvetjum við sem flesta að mæta og hlýða á skoska ungviðið spila tóna af nýrri breiðskífu hans Butter sem mun koma út á vegum Warp von bráðar.

» Hudson Mohawke - "Rising 5"

Ummæli

Vinsælar færslur