Unglingamynd

Hin nýsjálenska Ladyhawke fer með eitís áhrifin alla leið, enda með rödd einsog Kim Wilde og gítarleik einsog the Romantics (reyndar spilar hún á öll hljóðfæri sjálf). Ég hef eflaust póstað þessu lagi með henni, enda alger geðveiki og myndbandið með því flottara síðan Skonrokk var og hét. En hnátan er líka soldið elektró á því og hefur hún unnið með meisturum einsog PNAU og Empire of the Sun. Hér er lag sem var á einhverjum expanded pakka af plötunni hennar. Þetta er nákvæmlega einsog lag úr mynd frá 1986 um vandræðaunglinga á götunni.
» Ladyhawke - "Danny and Jenny"
Ummæli