Nýtt með Hjálmum!

Fréttatilkynning frá Hjálmum og gogoyoko.com
Fjórða hljómplata Hjálma, IV, er nú fáanleg á gogoyoko.com. Platan kemur
í verslanir þann 21. september, en þangað til verður eingöngu hægt að
kaupa hana á stafrænu formi á gogoyoko.com.
Einnig verða allar eldri plötur Hjálma (Hljóðlega af stað, Hjálmar og Ferðasót) seldar á sannkölluðum spottprís hjá gogoyoko.com fram til 21. september. Verð hverrar plötu er aðeins 4,50 evrur (um 800 íslenskar krónur).
IV var tekin upp í Hljóðrita, Hafnarfirði og í Tuff Gong og Harry J Studio á Jamaíka í vor. Á Jamaíka fékk hljómsveitin til liðs við sig ýmsa þaulreynda innfædda tónlistarmenn sem setja sitt mark á lopapeysureggíið sem Hjálmar eru þekktir fyrir.
Síðasta plata Hjálma, Ferðasót, kom út árið 2007 en það er ljóst á eftirspurninni og áhuganum núna að IV er beðið með mikilli óþreyju.
Kaupið plötuna á gogoyoko.com.
Hér er síðan örlítill nasaþefur:
» Hjálmar - "Taktu Þessa Trommu"
Ummæli