Litli kall syngur

Simian Mobile Disco voru að gefa út nýja plötu, 'Temporary Pleasure' og er hún stórfín. Melódískt, smekkleg og stappfull af flottum gestum einsog heyra má á tóndæminu.
Þetta er eiginlega eina bandið sem ég hlusta ennþá á af öllum þessum dansatriðum sem komu út 2005-07. Pakk einsog MSTRKRFT (oj hvað var maður að spá) situr enn fast í einhverju rafmagsgítartekknó en SMD eru smooth á því og virðast ætla að sitja áfram.
» Simian Mobile Disco og Alexis Taylor - Bad Blood
Ummæli
Gæti ekki verið meira sammála um MSTRKRFT, John Legend W00T?!?