TvíhleypaaaaanHér höfum við mikla tryllingstvennd, vopnabræður sem standa bak í bak einsog Tango & Cash. Ofurlöggur stuðsins. Gamalt og nýtt. Þessar hamhleypur brjóta niður hurðina og renna inná dansgólfið í splitti. Annarsvegar sænskir grifflutekknógæjar með eiturhressan hittara. Svo eru það meistararnir í Sveittum Gangavörðum, sem ættu að fá stjörnu á hverja gangstéttarhellu fyrir þetta framlag sitt til íslenskrar danstónlistarsögu.

» Teddybears STHLM - Get Mama A House - Jackpot Tax Evation Remix
» Sveittir Gangaverðir - Boogie Boogie

Ummæli

SJ sagði…
Já hvað varð um Sveittu gangaverðina. Þeir byrjuðu með látum minnir mig með þennan frábæra síngul, Boogie Boogie!
Bobby Breidholt sagði…
Nákvæmlega! Þeir eiga eitt annað lag hérna og svo ekkert meir. Koma þeim saman aftur segi ég!
poolarinn sagði…
Sveittir áttu reyndar nokkur fleiri lög, er með Hustler, Danska lagið og þýska lagið inni á tölvunni minni, og það er auðheyrt að þar séu Sveittir á ferð.
-Birgir Steinn

Vinsælar færslur