Föstudags Gorgonzóla



Á föstudögum kemst ég alltaf í stuð fyrir cheezy tónlist (amk aðeins meira stuð en venjulega). Seventís og eitís lið að syngja einlægar ballöður og dansvæn vangalög. Já, á föstudögum eru það Phil Collins, Womack & Womack og Cock Robin sem ríða rækjum. Svona lagað ku vera kallað 'guilty pleasures' á góðri íslensku en mér finnst það svolítið glatað heiti. Það virðist gefa það í skyn að maður skammist sín fyrir að fíla Chicago eða Supertramp. Maður á ekki að fíla eitthvað í djóki. Ef maður fílar eitthvað þá bara fílar maður það og hananú. En cheezy er þetta, ekki spurning. Og allir saman nú: "Deijó mammadeijó mambódjí-æ-ó!"

» Dennis Edwards - Don't Look Any Further

Ummæli

Vinsælar færslur