Steikjandi sumar
Ég er að vinna á auglýsingastofu á vesturgötunni, í gömlu timburhúsi. Hér yfirleitt frekar fínt að vera, við sitjum tveir saman í herbergi á efstu hæðinni, með glugga sem snýr að sól. Á dögum sem þessum verður þetta samt frekar yfirdrifið. Hitinn og mollan eru steikjandi, og manni langar helst að stinga af á austurvöll, kaupa sér ís og steikja sig í sólinni.
Í tilefni dagsins legg ég til tvö sumar hita-mollu lög. Hið fyrra kemur frá herbergisfélaga mínum, Danna "Djamm" Atlasyni. Hljómsveitin heitir Sporto Kantes og er frá Frakklandi. Þeir eru að upplagi Drum n' Bass hljómsveit, en þetta lag er frekar tjillað djassgrúf, sem minnir pínu á meira streit útgáfu af rólegara efni Aphex Twin frá miðjum síðasta áratug, nema með söng. Þetta er útúr smooth.
Seinna lagið er af sólóplötu pródúsersins Kleerup, sem hefur unnið með með Robyn, Lykke Li og fleiri skandinavískum krúttum við að búa til töff elektrópopp. Þetta lag heitir Longing For Lullabies, og honum til halds og trausts í laginu er Titiyo, sem er einmitt skandinavískt krútt, en hún er einnig litla systir Neneh Cherry og stóra systir Eagle Eye Cherry, lúðans atarna.
Í tilefni dagsins legg ég til tvö sumar hita-mollu lög. Hið fyrra kemur frá herbergisfélaga mínum, Danna "Djamm" Atlasyni. Hljómsveitin heitir Sporto Kantes og er frá Frakklandi. Þeir eru að upplagi Drum n' Bass hljómsveit, en þetta lag er frekar tjillað djassgrúf, sem minnir pínu á meira streit útgáfu af rólegara efni Aphex Twin frá miðjum síðasta áratug, nema með söng. Þetta er útúr smooth.
Seinna lagið er af sólóplötu pródúsersins Kleerup, sem hefur unnið með með Robyn, Lykke Li og fleiri skandinavískum krúttum við að búa til töff elektrópopp. Þetta lag heitir Longing For Lullabies, og honum til halds og trausts í laginu er Titiyo, sem er einmitt skandinavískt krútt, en hún er einnig litla systir Neneh Cherry og stóra systir Eagle Eye Cherry, lúðans atarna.
Ummæli
BESTA LAG I HEIMI
INSTANT WIN