Innipúkinn er í ár haldinn í x'ta skipti (gúggliðða sjálf) og að vanda er vandað til valsins. Þetta er sennilega ekki stærsti innipúkinn hingað til, það mun vera HIVEinnipúkinn á NASA fyrir nokkrum árum þegar allt of margir miðar voru seldið og það var troðið og leiðinlegt alla helgina. Hinsvegar er þetta sennilega veglegasta hátíðin hingað til. Í þetta skipti eru tvö svið og þrír dagar, þannig að úrvalið í boði hefur sennilega aldrei verið meira.

Miðaverði hefur verið stillt í hóf, sem er ekkert rosa merkilegar fréttir fyrir þig ef þú átt ekki hófstilltann miða, þar sem að passar á hátíðina eru uppseldir. Hins vegar er enn hægt að kaupa sig inn á einstök kvöld, og kostar það 2000 krónur.

Svona lítur dagskráin út:


- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ

Batteríið:
20:00 - Sing For Me Sandra
21:00 - Morðingjarnir
22:00 - Me The Slumbering Napoleon & <3 Svanhvít
23:00 - Sin Fang Bous
00:00 - Sudden Weather Change
01:00 - Jeff Who?

Sódóma:
21:30 - Bárujárn
22:30 - Bróðir Svartúlfs
23:30 - Benni Hemm Hemm
00:30 - Sykur
01:30 - Agent Fresco


LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST

Batteríið (port):
17.00 - 20.00 Porthátíð Innipúkans
Trúbatrixur, Búlluborgara grill, Múffubazar Maísólar, Tónlistarmarkaður, Gordon Cocteil Zeit o.fl.

Batteríið:
20:00 - K-Tríó
21:00 - Swords of Chaos
22:00 - Borko
23:00 - Singapore Sling
00:00 - Retron
01:00 - FM Belfast

Sódóma:
21:30 - Rökkurró
22:30 - Dikta
23:30 - Seabear
01:00 - Gylfi Ægisson
02:00 - Stórsveit Nix Noltes


SUNNUDAGUR 2. ÁGÚST

Batteríið:
20.00 - 'Pub Quiz'
22:00 - Pascal Pinon
23:00 - For a Minor Reflection
00:00 - Hjaltalín
01:00 - Fallegir menn

Sódóma:
22:00 - Amiina, Kippi og Maggi
23:00 - Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar
00:00 - Megas & Ólöf Arnalds

DJs: Árni Sveins, Gísli Galdur, Terrordisco, dj Mokki og dj Benson

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Hér eru svo aukaupplýsingar sem ég fékk sendar í pósti í fréttatilkynningu frá hátíðinni áðan:

COCTAIL ZEIT - ÖLL KVÖLD
Hvert tónleikakvöld hefst klukkan 20.00 þar sem í boði verða fríir kokteilar frá Gordon - og svo eru þeir seldir á vandræðilegu verði fram til 23.00.

PORTHÁTÍÐ - LAUGARDAGINN 1. ÁGÚST
Sjóðheit porthátíð verður haldin í sundi Batterýsins laugardaginn 1. ágúst þar sem boðið verður upp á gurmé grill, tónlistarmarkað, tónlistardagskrá frá Trúbatrix, ArtFart sviðslistahátíðin verður með ósýnileika og margrómaða kokkteilstund 'Coctail Zeit' haldna með góðri aðstoð Gordon - þar seldir verða sumarkokteilar á vandræðalegu verði.

POP QUIZ - SUNNUDAGINN 1. ÁGÚST
Pop Quiz Innipúkans fer fram sunnudaginn 2. ágúst á Batteríinu. Skemmtilegar tónlistarspurningar úr ýmsum áttum. Vinningar frá Gordon og Kimi Records.

Ummæli

Vinsælar færslur