Föstudagsboogie #17Bakbeinið á sveitinni Sunfire var lagahöfundateymið Reggie Lucas og James Mtume en báðir þeir höfðu átt langan feril að baki sem sveitin Mtume áður en þeir stofnuðu Sunfire og gáfu út sína einu plötu árið 1982.

James Mtume hafði spilað með Miles Davis á 8. áratugnum og báðir starfræktu þeir bandið Mtume fyrir, á meðan og eftir að þeir gáfu út plötuna undir merkjum Sunfire. Ári síðar var Reggie Lucas ráðinn til að stjórna upptökum á fyrstu plötu Madonnu og á hann einnig heiðurinn að lagasmíðunum Borderline og Physical Attraction.

» Sunfire - "Shake Your Body"

Ummæli

Vinsælar færslur