Mánadagur

Í dag eru 40 ár síðan þeir gengu á Tunglinu. Á síðunni We Choose the Moon er allt heila ævintýrið rifjað upp í máli og myndum. Merkilegast eru talstöðvarsamskiptin á milli geimgarpanna og leiðangurstjórnarinnar á jörðu niðri, sem eru spiluð í heild sinni í rauntíma.
Þetta er ekki beint tónlist, en það er mjög sérstakt að hafa þetta í bakgrunninum meðan maður hlustar á annað.
» Geimspjall
Ummæli