Könglakofi


aliscarpula

Platan sem ég er að tapa mér yfir þessa dagana er Songs of Shame með Woods. Alveg dásamleg lo-fi kassagítar sækedelía. Einsog útilegutónlist frá annari plánetu. Ég vil flytja út í skóg og lifa meðal barrnálanna. Eiga tófuna Héðinn fyrir besta vin, smíða kofa úr könglum og borða gleymmérei í öll mál. Eða eitthvað. Þetta er að minnsta kosti afar falleg, melódísk viðartónlist með pínu spúkí mold í hárinu.

» Woods - "Rain on Radio"

Ummæli

krilli sagði…
Já, moldin er spúkí.

Þetta lag rambar ó svo tignarlega á barmi þess að virka ekki, en þetta er svakalega falleg tónlist.

Vinsælar færslur