ÚT VIL EK

Ég var algjör hlunkur í gær og eyddi kvöldinu með hausinn inní videotækinu. Það verður enginn þannig aulagangur í kvöld heldur dýrindis partýstand og engar refjar. Barhopp, partýflakk og síðan kófsveitt pítsutætla í morgunmat. Halelúja. Hér er spennandi þrennd til að koma hverjum sem er í jötunmóð.

» Zomby - Tears in the Rain
Massíf blanda af dubstep og old-school rave. Zomby sér um fúttið og Rutger Hauer rappar. Eða þannig.

» Nilsson - Jump into the Fire (Mike Simonetti edit)
Besta bassalína sögunnar - púnntur! Mike Simonetti saxar snilldina saman. Hann rekur Italians Do it Better sem gefur út Chromatics, Glass Candy, Desire ofl.

» Telonius - Like What (vocal)
Síðan gellu elektró. Ég elska svona píur með attitjút og tyggjó vafið um puttann. Það er eitthvað svo 80's New York við það.

Talandi um 80's New York, þá má hér skoða Jools Holland og einhverja gálu rúnta um Manhattan í eitís og kíkja á alla helstu klúbbana. Skemmtilegt gláp.

Ummæli

Unknown sagði…
Afhverju gála?

Vinsælar færslur