Föstudagsboogie #16Ímyndin sem ég hafði af hljómsveitinni af The O'Jays var sú af sykursætri Philadelphia-sálartónlist en þegar haldið var inní 9. áratuginn voru þeir einnig iðnir við að gera dansmúsík. Það sem heillar mig við þetta lag af samnefndri plötu frá 1983 er samblanda af gamaldags textum (hver segir/syngur "you're my favorite person" nú til dags?) og ákveðinn Frank Sinatra fílíngur í flutningnum.

» The O'Jays - "My Favorite Person"

Ummæli

Vinsælar færslur