Föstudagsboogie #18



Eitt af fyrstu lögunum sem kom mér inná boogie brautina var þetta lag með hljómsveitinni Maxx Traxx. Sveitin kom frá Chicago og gaf út sína fyrstu og einu breiðskífu árið 1982 en hún var svo endurútgefin árið 2004 þar sem upprunalega útgáfan var orðin afar sjaldgæf og eftirsótt. Lagið sem ég smelli hér upp er hreint ótrúleg smíð, hörkuflottar melodíur í öllum köflum og sálarfullt til hins ýtrasta.

» Maxx Traxx - "Don't Touch It"

Ummæli

Arnór sagði…
Takk Árni, það er yndislegt að vakna við þessa tóna.
Bobby Breidholt sagði…
Ég fíla þarna token white dude.

Vinsælar færslur