BrassionProggað, djassað, fönkað stöff frá Afríku. Ég finn reyndar afar fátt um þetta band, annað en að þeir koma frá Ghana og gáfu út perlur einsog þessa um miðjan áttunda áratuginn. Tónlistin talar bara. Fínt grúf og brass kafli sem drepur zebrahesta með augnaráðinu einu saman. Njótið að fara á tónlistarsafarí.

» Kelenkye Band - No One Is Born to Suffer

Ummæli

Vinsælar færslur