Föstudagsboogie #11


Fyrir þetta innslag er hér lag sem myndi varla kallast boogie, en undir formerkjum proto-boogie eða "fyrirrennara boogie" smelli ég þessu hér upp. Svo er þetta svo ótrúlega fokkings gott lag.

Veit lítið sem ekkert um þessa hljómsveit nema að þetta lag kom upprunalega út á seinnu hluta 8. áratugarins á vegum Ananda útgáfunnar á sjö-tommu í litlu upplagi en var svo endurútgefið í "dans útgáfu" (þar sem seinni helmingi lagsins var lengdur) á tólf-tommu örlítið síðar. Þessi dans-útgáfa var svo endurútgefin tvívegis nýverið (þar sem upprunalega útgáfan fer á mikinn pening), annars vegar á 12" frá Booton og á þessari 7" en báðar eru kostakaup með ótrúlega fínum lögum í hinni hliðinni.

» Skye - Aint No Need

Ummæli

Vinsælar færslur