Sænskar pulsurHinn sænski Kleerup er poppþyrstum helst kunnur fyrir smellinn 'With Every Heartbeat' sem hann gerði með Robyn. Auk þess gerði hann fyrirtaks poppalbúm, nefndu eftir sjálfum sér sem kom út í fyrra.

Við höfum hér undir höndum ólgandi ferskt lag með honum sem mun öll hjörtu bræða. Þvílíkt grípandi tónverk sem bókstaflega ýtir sjálft á repeat hnappinn. Sumarsmellur hinn fyrsti. Svona dægursnilld gæti bara komið frá Svíþjóð, þar sem dansinn dunar enn og pulsurnar grilla sig sjálfar.

» Kleerup - On My Own Again

Ummæli

Vinsælar færslur