Fyrir aftan tónlistina! #1
Eina svefnlausa nótt fyrir nokkrum árum var ég ásamt nokkrum bekkjarfélögum heima hjá samnemanda okkar, Kristni Gunnari Blöndal að klippa vídeó fyrir skólaverkefni. Við skiptumst á að klippa fram á morgun, og hlustuðum á meðan á músík og spjölluðum. Eitt lagið sem var spilað var I'm Not In Love með 10cc. Þetta lag hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér, mér þótti sérstaklega skemmtilegt að hlusta á það þegar ég var pínu að vorkenna sjálfum mér á einhverjum stelpubömmer, enda er það það sem lagið snýst um.
Kristinn sagði sögu lagsins vera þá að annar höfundur samdi það á túr með bandinu til að slæva eldheitar tilfinningar sínar til konunar sem hann gat ekki verið hjá. Sársaukinn yfir því að fá ekki að njóta nærveru konunar sem hann elskaði var svo mikill að hann varð að reyna að blekkja sjálfann sig til að slá á verkinn.
Fallegt!
Fyrir forfallna tónlistarnirði mæli ég svo með Wikipedia greininni um lagið. Lýsingin á því hvernig kórinn í laginu var búinn til fannst mér sérstaklega spennandi og sniðug.
Ummæli