Eftir Eurovision
Eitt af þeim lögum sem ég hef verið hrifinn af frá því að ég var lítill er Where Do You Go To (My Lovely) eftir Peter Sarstedt. Það er eitthvað við hádramatíska melódíuna sem hreyfir við manni, í bland við exótískt sögusvið textans sem transporterar hugann út í lönd og aftur í tímann.
Um daginn uppgötvaði ég lag með Divine Comedy sem virðist hafa sömu eiginleika. Eins og í lagi Sarsteds er verið að lýsa konu í hástétt evrópu. Þessir karakterar virðast þó vera vissar andstæður. Vinkona Sarsteds er ung og heillandi hástéttardama, hvers fortíð sem fátæklingur kemur í ljós í seinni hluta lagsins. Hins vegar er daman sem Hannon yrkir um fædd inn í peninga, hefur lifað hinu sjarmerandi lífi en hefur upplifað vissa hnignun á seinni árum.
Tónlist Divine Comedy er pínu sér á báti. Það sem hann gerir viðist eiga rætur sínar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, en miklu frekar í evrópu en ameríku. Tónlist hans minnir reyndar rosalega mikið á bernskuár Eurovision keppninar, dramatíkin, settlegar strengjaútsetningarnar og vel smíðaðar melódíurnar minna á bestu lögin sem komu úr keppninni áður en hún varð svona hallærisleg á áttunda áratuginum, en svo á hann reyndar líka eitt og eitt lag sem mér finnst óbærilega leiðinlegt, sem er eitthvað sem þessi keppni hefur boðið upp á hvert einasta ár sem hún hefur verið haldin.
Hannon er búinn að vera að í hátt í tuttugu ár og hefur gefið frá sér fullt af góðu dóti, ef þið fílið þetta þá er fullt meira til með honum sem mikið er spunnið í.
» The Divine Comedy - A Lady Of A Certain Age
Um daginn uppgötvaði ég lag með Divine Comedy sem virðist hafa sömu eiginleika. Eins og í lagi Sarsteds er verið að lýsa konu í hástétt evrópu. Þessir karakterar virðast þó vera vissar andstæður. Vinkona Sarsteds er ung og heillandi hástéttardama, hvers fortíð sem fátæklingur kemur í ljós í seinni hluta lagsins. Hins vegar er daman sem Hannon yrkir um fædd inn í peninga, hefur lifað hinu sjarmerandi lífi en hefur upplifað vissa hnignun á seinni árum.
Tónlist Divine Comedy er pínu sér á báti. Það sem hann gerir viðist eiga rætur sínar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, en miklu frekar í evrópu en ameríku. Tónlist hans minnir reyndar rosalega mikið á bernskuár Eurovision keppninar, dramatíkin, settlegar strengjaútsetningarnar og vel smíðaðar melódíurnar minna á bestu lögin sem komu úr keppninni áður en hún varð svona hallærisleg á áttunda áratuginum, en svo á hann reyndar líka eitt og eitt lag sem mér finnst óbærilega leiðinlegt, sem er eitthvað sem þessi keppni hefur boðið upp á hvert einasta ár sem hún hefur verið haldin.
Hannon er búinn að vera að í hátt í tuttugu ár og hefur gefið frá sér fullt af góðu dóti, ef þið fílið þetta þá er fullt meira til með honum sem mikið er spunnið í.
» The Divine Comedy - A Lady Of A Certain Age
Ummæli
Nú er bara að tékka á fleiru með kalli.
Takk fyrir mig.